Rafgítar


Fyrstu heimildir um rafgítar eru frá 1932 og fyrsta upptaka frá 1938. Það var einkum þörfin fyrir hljómsterkari gítar í stórsveitum sem varð til þess að rafgítarinn var fundinn upp. Rafgítarinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djass- tónlist.
Rafgítar
Algengast er að námið geti hafist um 8 ára aldur og flestir nemendur geta notað venjulegan rafgítar frá um það bil 10 ára aldri. Til eru rafgítarar í barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.
Nám á rafgítar skiptist í einkatíma og hljómsveitarstarf. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og nemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.
Námsleiðir í boði
Dimitrios Theodoropoulos fæddist árið 1983 í Aþenu/Grikklandi og ólst upp í Volos þar sem hann hóf sitt tónlistarnám. Dimitrios útskrifaðist síðar frá The Nakkas School of Music í djassdeildinni í Aþenu árið 2005 sem gítarleikari. Næstu tvö árin lærði hann kúbskan Tres gítar á Kúbu við ISA (Instituto Superior del Arte). Dimitrios flutti til Íslands og tók við stöðu tónlistarkennara við Tónlistarskólann á Akureyri árið 2011. Dimitros er stofnmeðlimur Babybop, er búsettur á Akureyri og á tvo syni með eiginkonu sinni.
Hallgrímur kennir á rafgítar og klassískan gítar ásamt því að vera fagstjóri skapandi deildar þar sem hann kennir hljóðlist, skapandi hljóðvinnlsu, kvikmyndahljóð og Ableton.
Hallgrímur lagði stund á gítarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri á yngri árum og síðar nám á jazzgítar í Tónlistarskóla FÍH. Einnig hefur hann stundað nám í hljóðtækni við Tækniskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn.
Ásamt kennslustörfum hefur Hallgrímur spilað með mörgum þekktum tónlistarmönnum á ýmsum vettvangi og starfað í leikhúsi sem gítarleikari, auk þess annast hljóðupptökur og útsetningar.
Kristján Edelstein er fæddur í Freiburg, Þýskalandi þann 18. ágúst 1962 og hefur haft tónlist að aðalstarfi síðan árið 1981. Kristján stundaði klassískt nám á gítar og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar rafgítarnám við Berklee College of Music í Boston. Ungur varð Kristján landskunnur gítarleikari og starfaði með þekktum hljómsveitum, auk þess að leika inn á fjölda hljómplatna fyrir þjóðþekkta tónlistarmenn. Kristján hefur sömuleiðis tekið þátt í flutningi og gerð tónlistar fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarpsþætti. Síðustu árin hefur Kristján einnig séð um útsetningar, upptökur, hljóðblöndun og hljóðfæraleik á ýmsum hljómplötum, auk þess sem hann hefur sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskólann á Akureyri um árabil þar sem hann sinnir gítarkennslu og liðbeinir nemendum í skapandi hljóðvinnslu.