Mallethljóðfæri
Ásláttarhljóðfærafjölskyldan er gríðarlega stór. Til hennar teljast ótal mörg hljóðfæri víðs vegar að úr heiminum. Hljóðfærin eru af afar ólíkum stærðum og gerðum og krefjast mörg sérhæfðrar leiktækni. Fá hljóðfæri eiga sér eins langa sögu og ásláttarhljóðfærin. Þau hafa frá öndverðu verið burðarás í alþýðutónlist ólíkra heimshorna en jafnframt gegnt mikilvægu hlutverki í klassískri tónlist um langa hríð. Þá hafa ásláttarhljóðfæri um áratuga skeið verið burðarás í rokk-, popp- og djasstónlist.
Mallethljóðfæri
Til að nám geti hafist á ásláttarhljóðfæri þarf nemandi að hafa líkamlega burði til að halda auðveldlega á trommukjuðum.
Algengast er að nemendur hefji nám á slagverk 8 - 10 ára.
Frá upphafi náms þarf nemandi að eiga æfingaplatta og trommukjuða. Tónlistarskólinn leigir ásláttarhljómborð til heimaæfinga. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara varðandi kaup á búnaði.
Mikil áhersla er lögð á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám með aðalnámskrá tónlistarskóla að leiðarljósi.
Nemendur í slagverksdeild fá tækifæri á afar skemmtilegum og fjölbreyttum samspilshópum og hljómsveitum innan rytmísku og klassísku deilda tónlistarskólans.
Námsleiðir í boði
Emil er fagstjóri í rytmískri hljóðfæradeild og slagverksdeild, hann kennir á slagverk og trommusett ásamt því að stjórna blásarasveit B. Hann útskrifaðist úr Tónlistarskólanum á Akureyri 2012 og Konunglega tónlistarháskólanum í Den Haag í Hollandi 2018. Emil leiðir slagverk og pákur hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt því að vera meðlimur í kammersveitinni Elju.