Fara í efni

Horn

Horn er blásturshljóðfæri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Hornið lítur út eins og langt rör sem hefur verið beygt og sveigt í marga hringi og slaufur. Á horninu eru ýmist þrír eða fjórir takkar og með því að breyta aðeins vörunum og blæstrinum er hægt að ná fram alveg ótrúlega mörgum mismunandi tónum. Til er mikið af einleiksverkum fyrir horn frá flestum tímabilum í tónlistarsögunni og hornið gegnir mikilvægu hlutverki í bæði sinfóníuhljómsvetum og blásarasveitum. Hornið er ekki auðvelt hljóðfæri en getur verið afar gefandi fyrir nemendur sem takast á því það vegna þess hversu mörg tækifæri það veitir á samspili af ýmsu tagi.

HORN

Nám á horn getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að halda á hljóðfærinu og fullorðinsframtennur eru komnar á sinn stað. Til eru hljóðfæri sem eru sérstaklega hönnuð fyrir yngri nemendur og algengast er að námið hefjist þegar nemendur eru á aldrinum 8 til 10 ára. Tónlistarskólinn leigir út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru komnir nokkuð áleiðis í námi sínu. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Nám á horn skiptist í einkatíma og hljómsveitaræfingar með Blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri, en að auki fá nemendur tækifæri til að spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og hornnemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Kjartan Ólafsson
Kennari
Horn

Kjartan Ólafsson stundaði hornnám hjá Roar Kvam við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar Tónmenntaskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk 8. Stigs og burtfararprófi árið 1994. Hann stundaði ennfremur nám á náttúruhorn hjá Ellu Völu Ármannsdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri á árunum 2014-2016. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands allt frá stofnun hennar árið 1992.